Building things

I’ve spent a few Saturday nights watching videos from this guy Matthias Wandel on Youtube. What is interesting about this guy is that he seems to be able to build basically anything from wood. And I guess he’s a perfectionist. I think he’s a great motivation to people that like to build things because he demonstrates that often you don’t need expensive equipment, you only need to have a good plan.

I recently almost bought a band saw in the hardware store just because I had been watching some videos from him. And I figured everyone should own a bandsaw, the possibilities are endless. But I didn’t buy it. I guess it would be better to know what to build first.

Gluggaveður

Það sem er eiginlega verst í próflestri er þegar það er gott veður úti. Það þarf samt ekki að vera gott veður, heldur dugar að það sé gluggaveður. Núna er t.d. gott gluggaveður sjáanlegt út um gluggann minn. Það er ekki gott. Þá vill maður auðvitað fara út og gera eitthvað annað en að lesa fyrir próf.

Nokkrar lausnir eru á þessu vandamáli. Ein gæti falist í því að draga einfaldlega fyrir gluggann, en sú lausn virkar eiginlega ekki því að þú veist betur. Önnur gæti verið sú að setja flatsjónvarp í gluggann og spila upptöku af dæmigerðu íslensku veðri, s.s. roki og rigningu. Þú auðvitað veist betur í þessu tilfelli líka, en þú hefur samt á tilfinningunni að þú viljir frekar vera innandyra þegar þú sérð og heyrir í leiðinlega veðrinu. Eða það held ég allavega.

Ég mun allavega ekki prófa þetta þar sem ég á ekki flatsjónvarp. Veit samt um tvo sem eiga nokkuð stórar útgáfur af þessum tækjum. Annar er á leikskólaaldri og ég gæti alveg trúað því að hann myndi vilja prófa þetta með mér, en pabbi hans tæki það líklega ekki í mál. Hinn gæti mögulega prófað þetta, en hann en dyggur stuðningsmaður aðferðarinnar að draga fyrir gluggann.

Önnur auðveldari lausn væri að líma filmu á gluggann sem væri með mynd af slæmu veðri, og setja svo garðslöngu við gluggann sem myndi úða vatni á hann. Þetta myndi örugglega virka og er tiltölulega einfalt.

Ormi bjargað

Ég var rétt í þessu að bjarga ormi frá bráðum dauða. Hann var eitthvað að þvælast á tröppunum hjá mér og hefði auðveldlega getað troðist undir einhverjum skósólanum. Ég setti hann í næsta beð, og ég grínast ekki með það, hann hoppaði af kæti (teygði sig allavega langt upp) og byrjaði að bora sig niður.

Já.

Lobbið aftur

Inverted-V

Jæja, loksins kom að því. Eyddum sumardeginum fyrsta í að setja upp inverted-V loftnet í bakgarðinum hjá Villa. Það gekk nú hálf brösulega til að byrja með, kennum stönginni um það, en að lokum þá tókst þetta. Tókum daginn snemma, hálf 9, þegar það var ennþá frost síðan um veturinn. Sólin skein samt og við fengum að finna ágætlega fyrir henni þar sem við horfðum mest allann tímann upp.

Stöngin var 15m löng og settum hana upp þannig að hægt væri að hífa loftnetið upp eins og fána á fánastöng. Loftnetið sést á myndinni til hliðar, en þar sem loftnetsvírarnir sjálfir voru bláir á lit, þá falla þeir mjög vel við himininn.

Þegar klukkan var orðin hálf 6, þá prófaði Villi loftnetið og náði sambandi við einhvern prýðismann í Virginíu sem hafði greinilega mikið að segja.

Lobb á Rjúpnahæð

Loftnet á Rjúpnahæð

Fórum í dag með Villa radíó upp á Rjúpnahæð að skoða hin ýmsu loftnet. Hér var Villi í sínu rétta umhverfi þar sem hann labbaði með okkur um svæðið og lýsti þessum víravirkjum í bak og fyrir. Það er líka miklu meira af loftnetum þarna en sýnist frá veginum.

Fengum líka að kíkja inn í sendistöðina sem hýsti að því er virtist vera óendanlega mikið af sendum og öðrum tækjum. Aðallega stuttbylgju og langbylgjusendar fyrir flugfjarskipti. Í kjallaranum voru síðan fm sendar fyrir x-ið og einhverjar fleiri stöðvar. Kom samt ekki auga á neitt útvarpstæki, bara símtól sem hægt var að tengja við suma sendana.

En fólk vill víst ekki hafa loftnetin þarna lengur, þannig að við rétt náðum að skoða þetta áður en þetta verður flutt burt. Það verður víst að vera pláss fyrir fleiri blokkir eða einbýlishús.

Gufuorgel

Það virðist sem gufuorgelin séu farin á stjá því að morgunblaðið birtir frétt um það að gufuorgel hefði unnið einhverskonar samkeppni í sambandi við Hellisheiðarvirkjun. Spurning hvað þau geri af sér næst, þau gætu nú jafnvel boðið sig fram á þing.
En að öðru, veit einhver til hvers þessir blessuðu eyrnasneplar eru? Mínir eru farnir að pirra mig svolítið.

Varðturninn

Jæja, kominn með varðturninn í hendurnar. Það er alltaf hægt að treysta á vottana til að koma með lesefni handa manni í prófunum. Samt hissa á því að þeir hafi ekki viljað koma inn. Kannski er ég eitthvað skuggalegur.