Ömurlegt

Það er alveg ömurlegt að vera að reyna að taka linsu úr augunum á sér þvílíkt lengi, og komast svo að því að linsan er á puttanum á sér.

Það skrýtna er svo að þegar ég skrifaði titilinn þá minnti það mig óneitanlega á ákveðinn aðila (bva) sem segir þetta ansi oft og það er eiginlega ömurlegt að þetta orð minni á hann.

Honum finnst líka ömurlegt að þetta minni mann á hann.

Landið sem hverfur

Þeir sem hafa áhuga á að skoða hvernig svæðið lítur út sem fer undir vatn hjá Kárahnjúkum er bent á ljósmyndasýningu frá Christopher Lund sem er alveg frábær ljósmyndari.

Það er alveg rosalegt að sjá þessar myndir og þær gefa manni öðruvísi og betri sýn á náttúru Íslands. Á okkur að vera sama um þau áhrif sem þetta hefur á lífríkið þarna? Ég er allavega þeirrar skoðunar að það ætti að fara fram ítarlegra umhverfismat fyrir Kárahnjúka.

Lögreglan

Eftirfarandi er tekið af mbl.is :

Lögreglan í Reykjavík kvartar undan kæruleysi ökumanna í umferðinni. Hún segir að þetta sjáist glögglega þegar skoðuð séu umferðarlagabrot sem lögreglan í Reykjavík tekur á daglega. Í gær þurfti að hafa afskipti af mörgum ökumönnum fyrir ýmsar sakir t.a.m. hvað varðar bílbeltanotkun, notkun farsíma undir stýri án handfrjáls búnaðar. Þá segir lögreglan marga ökumenn eiga erfitt með að virða stöðvunarskyldu og vill ítreka að það sé bannað að aka yfir á rauðu ljósi.

Ok. Er þetta eitthvað nýtt? Eru ökumenn eitthvað kærulausari núna en venjulega? Held ekki. Þeir taka fram að margir virði ekki stöðvunarskyldu og að það sé bannað að fara yfir á rauðu ljósi. Eins og fólk viti það ekki, fólki er bara alveg sama.

joner

Rétt í þessu stóð ég mig að því að vera að skoða vefsíðu Jóns Erlendssonar, en það var algjörlega óvart. Eins og allir eiga að vita þá teygir hann anga sína út um allt internetið og því mjög miklar líkur á að enda á síðunni hans þegar skoðaðar eru síður á netinu. Ég heyrði kastað fram að google.com hefði þurft að stækka við sig til að aðrir gætu notað leitarvélina.

Dundur í próflestri

Einn af þeim hlutum sem hægt er að dunda sér við í prófum er að búa til skutlur (e. paper airplanes). Nokkrar útgáfur eru til og hér má sjá einhverjar af þeim.

Hiti og próflestur

Hiti og próflestur fara sjaldan vel saman. Hvort sem það er sótthiti eða lofthiti. Það sem hrjáir mig núna er lofthitastigið í garðinum mínum sem er 21 gráða á celsíuskvarðanum, mælt í skugga. Þetta má líklegast rekja til hagstæðra loftstrauma. En þeir eru samt ekkert sérstaklega hagstæðir fyrir mig, sem sit inni og les fyrir próf.

Freyðibaðið og einkunnir

Verð bara að taka fram að þetta með freyðibaðið gerðist fyrir löngu síðan.

Mest skoðaðasta síðan á háskólanetinu er án efa einkunnasíðan hans Pálma, en þar kemur einmitt fram að Tumi sé búinn að skila einkunnum úr smárásaprófinu sem ég fór í í morgun. Hann er eini kennarinn minn sem hefur skilað einkunnum samdægurs. Nokkuð gott sko. Einkunnirnar eru reyndar ekki komnar inn í ugluna. Skrifstofan sér víst um koma þeim þangað. Mér finnst samt að kennarinn ætti sjálfur að gera það. Minnkar allavega líkur á innsláttarvillum.

Freyðibað

Það var ekki fyrr en mamma fór að spyrjast fyrir um hver færi svona oft í freyðibað að ég fattaði að ég væri búinn að þvo á mér hárið upp úr sápunni úr freyðibaðsbrúsanum í langann tíma.

Wargames

Var að horfa á Wargames í gær í sjónvarpinu. Fékk mig til að rifja upp Mark V. Shaney dæmið á usenet fyrir löngu síðan.
Usenet notandinn Mark V. Shaney var semsagt tölvuforrit sem notaði svokallaðar Markov chains til að raða saman texta þannig að hann væri læsilegur. Einhver talaði um að hann hefði fengið textann úr gömlum usenet greinum. Algjör snilld.

It looks like Reagan is going to say? Ummm… Oh yes, I was looking
for. I’m so glad I remembered it. Yeah, what I have wondered if I had
committed a crime.
Don’t eat with your assessment of Reagon and Mondale. Up your nose
with a guy from a firm that specifically researches the teen-age
market. As a friend of mine would say, “It really doesn’t matter”…
It looks like Reagan is holding back the arms of the American eating
public have changed dramatically, and it got pretty boring after about
300 games.

(Tekið af http://groups.google.com/group/net.singles/msg/531b9a2ef72fe58)

Úff.