Ég var rétt í þessu að bjarga ormi frá bráðum dauða. Hann var eitthvað að þvælast á tröppunum hjá mér og hefði auðveldlega getað troðist undir einhverjum skósólanum. Ég setti hann í næsta beð, og ég grínast ekki með það, hann hoppaði af kæti (teygði sig allavega langt upp) og byrjaði að bora sig niður.
Já.