Jæja, loksins kom að því. Eyddum sumardeginum fyrsta í að setja upp inverted-V loftnet í bakgarðinum hjá Villa. Það gekk nú hálf brösulega til að byrja með, kennum stönginni um það, en að lokum þá tókst þetta. Tókum daginn snemma, hálf 9, þegar það var ennþá frost síðan um veturinn. Sólin skein samt og við fengum að finna ágætlega fyrir henni þar sem við horfðum mest allann tímann upp.
Stöngin var 15m löng og settum hana upp þannig að hægt væri að hífa loftnetið upp eins og fána á fánastöng. Loftnetið sést á myndinni til hliðar, en þar sem loftnetsvírarnir sjálfir voru bláir á lit, þá falla þeir mjög vel við himininn.
Þegar klukkan var orðin hálf 6, þá prófaði Villi loftnetið og náði sambandi við einhvern prýðismann í Virginíu sem hafði greinilega mikið að segja.