Fórum í dag með Villa radíó upp á Rjúpnahæð að skoða hin ýmsu loftnet. Hér var Villi í sínu rétta umhverfi þar sem hann labbaði með okkur um svæðið og lýsti þessum víravirkjum í bak og fyrir. Það er líka miklu meira af loftnetum þarna en sýnist frá veginum.
Fengum líka að kíkja inn í sendistöðina sem hýsti að því er virtist vera óendanlega mikið af sendum og öðrum tækjum. Aðallega stuttbylgju og langbylgjusendar fyrir flugfjarskipti. Í kjallaranum voru síðan fm sendar fyrir x-ið og einhverjar fleiri stöðvar. Kom samt ekki auga á neitt útvarpstæki, bara símtól sem hægt var að tengja við suma sendana.
En fólk vill víst ekki hafa loftnetin þarna lengur, þannig að við rétt náðum að skoða þetta áður en þetta verður flutt burt. Það verður víst að vera pláss fyrir fleiri blokkir eða einbýlishús.