Lögreglan

Eftirfarandi er tekið af mbl.is :

Lögreglan í Reykjavík kvartar undan kæruleysi ökumanna í umferðinni. Hún segir að þetta sjáist glögglega þegar skoðuð séu umferðarlagabrot sem lögreglan í Reykjavík tekur á daglega. Í gær þurfti að hafa afskipti af mörgum ökumönnum fyrir ýmsar sakir t.a.m. hvað varðar bílbeltanotkun, notkun farsíma undir stýri án handfrjáls búnaðar. Þá segir lögreglan marga ökumenn eiga erfitt með að virða stöðvunarskyldu og vill ítreka að það sé bannað að aka yfir á rauðu ljósi.

Ok. Er þetta eitthvað nýtt? Eru ökumenn eitthvað kærulausari núna en venjulega? Held ekki. Þeir taka fram að margir virði ekki stöðvunarskyldu og að það sé bannað að fara yfir á rauðu ljósi. Eins og fólk viti það ekki, fólki er bara alveg sama.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *