Verð bara að taka fram að þetta með freyðibaðið gerðist fyrir löngu síðan.
Mest skoðaðasta síðan á háskólanetinu er án efa einkunnasíðan hans Pálma, en þar kemur einmitt fram að Tumi sé búinn að skila einkunnum úr smárásaprófinu sem ég fór í í morgun. Hann er eini kennarinn minn sem hefur skilað einkunnum samdægurs. Nokkuð gott sko. Einkunnirnar eru reyndar ekki komnar inn í ugluna. Skrifstofan sér víst um koma þeim þangað. Mér finnst samt að kennarinn ætti sjálfur að gera það. Minnkar allavega líkur á innsláttarvillum.