Fór fyrir löngu síðan í Hólavallakirkjugarð til að taka myndir. Hér er ein af þeim. Mér finnst hún sérstaklega flott svart/hvít því að það gerir myndina eldri og maður hefur á tilfinningunni að það sé meiri saga á bakvið hana.
Það sem var sérstakt við þessa kirkjugarðsferð var það að tveir kettir voru að leika sér í garðinum þegar ég var þar. Og þeir virtust hafa einhvern furðulegann áhuga á mér þegar ég var þarna. Ég náði nokkrum myndum af þeim.